Fyrirtækið Verk
Samkeppni
Útgáfa
Sýningar
Fréttir og viðburðir
 
 
  Ljósmynd: Jonathan Becker, USA  
 

Starfsemi fyrirtækisins byggist á þeirri sannfæringu að gæði umhverfis hafi bein áhrif á lífsgæði fólks. Stefna fyrirtækisins er því að hanna umhverfi, byggingar og innréttingar í háum gæðaflokki, þar sem tækniþekking, notagildi og listræn hönnun eru höfð að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að veita viðskiptavinum þjónustu sem er bæði fagleg og persónuleg. Starfsmenn hafa reynslu af því að vinna að verkefnum erlendis í Þýskalandi og Bretlandi. Byggingarverkefnin eru fjölbreytileg að stærð og gerð, svo sem íbúðarhús, skólabyggingar, félagsheimili, íþróttahús, sundlaugar, hótel, verslunar- og skrifstofuhús o.fl.. Skipulagsverkefnin eru deiliskipulög fyrir sveitarfélög. Önnur verkefni eru hönnun húsgagna, sýninga og ljósaskilta.
Eigendur fyrirtækisins eru arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson. Samstarf þeirra hófst 1995.

Hjördís Sigurgísladóttir arkitekt fai
sími: 696 4202, netfang: hjordis@arkhd.is
1981 BSc, University of Dundee, Skotlandi.
1985 MArch, Virginia Tech, Blacksburg, Virginia, Bandaríkjunum.
1986-87 SOM, Skidmore Owings and Merrill, Chicago, Bandaríkjunum.
1988 Architectenburo Herman Hertzberger bv, Amsterdam, Hollandi.
1989-90 Fletcher Priest Architects, London, Englandi.
1991 Eigin arkitektastofa í Reykjavík.
1995 Stofnfélagi Arkitektar Hjördís og Dennis í Reykjavík.

Dennis Davíð Jóhannesson arkitekt fai
sími: 696 4202, netfang: dennis@arkhd.is
1973 MArch Hons, University of Strathclyde, Glasgow, Skotlandi.
1973-85 Teiknistofan Óðinstorgi sf. Reykjavík.
1985 Eigin arkitektastofa í Reykjavík.
1995 Stofnfélagi Arkitektar Hjördís & Dennis í Reykjavík.

Starfsfólk

Bergljót Jónsdóttir arkitekt 2003
Finnur Smári Kristinsson byggingarfræðingur 2004
Stefán Ingólfsson arkitekt 2004-05

 
   
ARKITEKTAR HJÖRDÍS & DENNIS
Hjördís Sigurgísladóttir
Dennis Davíð Jóhannesson
Sími: 696 4202
Netfang: arkhd@arkhd.is