Desember 2021
Útgáfa bókarinnar Straumar frá Bretlandseyjum-Rætur íslenskrar byggingarlistar eftir Hjördísi & Dennis.
Bókin er afrakstur byggingarsögulegs rannsóknarverkefnis og fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenskra byggingarsögu í 1150 ár.
Útgefandi: ARKHD-Arkitektar Hjördís & Dennis, Reykjavík 2021.
Desember 2015
Hönnunarsjóður hefur veitt Arkitektar Hjördís & Dennis styrk fyrir verkefnið „Hús árstíðanna-Sjálfbær íbúðarhús“
Sjá viðtal á RUV1
Mars 2014
ARKHD á HönnunarMars 2014 í Hörpu
Ný sófaborð eftir Hjördísi & Dennis á sýningunni Íslensk húsgögn og hönnun.
Nóvember 2012
Hjördis & Dennis boðið að taka þátt i málþingi um íslenskan arkitektúr i Berlín.
Sjá: http://www.honnunarmidstod.is/Frettir/Lesafrett/2902
Ágúst 2012
Uppgert hús ársins 2012 eftir ARKHD
Vesturströnd 12 hlýtur umhverfisviðurkenningu umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir árið 2012
Samdóma álit dómnefndar að húsið væri einstaklega smekklega endurgert. Efnisval sérstaklega fallegt . Gott samspil milli húss og umhverfis.
2012
Rannsóknarverkefni ARKHD hlýtur styrk úr Húsafriðunarsjóði
Húsafriðunarsjóður styrkir rannsóknarverkefnið „Íslensk byggingarsaga-Áhrif frá Bretlandseyjum“.
Júlí 2010
Verðlaun í samkeppni um Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð
Arkitektar Hjördís & Dennis hljóta 3. verðlaun í opinni hönnunarsamkeppni um Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð.
Link: http://ai.is/?p=399
Apríl 2010
Heimsókn til Helsinki
Hjördís & Dennis heimsækja Helsinki og skrifa grein um Hönnun og Nýsköpun í Finnlandi, sem birtist á vefsíðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Link: http://www.honnunarmidstod.is/Greinarogvidtol/Grein/1957
Maí 2010
101 Tækifæri.
Út er komin hjá Torfusamtökunum bókin 101 Tækifæri eftir Snorri F. Himarsson. Í henni er vakin athygli á þeim verðmætum sem gamli borgarhluti Reykjavíkur býr yfir og tækifærin sem fólgin eru í þeim. Þar er m.a. annars fjallað um tillögu ARKHD á lóðum á horni Vatnsstígs og Laugavegar.
Janúar 2009
Bókin Salons der Diplomatie fjallar um verk ARKHD
Út er komin hjá DOM publishers í Berlín bókin Salons der Diplomatie sem beinir sjónum að 40 völdum sendiherrabústöðum í Berlín, þar á meðal þeim íslenska.
2008
Bókin Nordic Architects kemur út 2008.
Bókin, sem gefin er út hjá Arvinius Förlag í Stokkhólmi, birtir verk og orð 70 arkitektastofa frá Norðurlöndunum þar með talin Arkitektar Hjördís & Dennis.
Link: www.arvinius.se/infona.html
Mars 2007
Forum Aid birtir umsögn um Laugarnesskóla
Sænska tímaritið Forum Aid 1/2007 gefur nýju viðbyggingunni fjórar stjörnur..
Janúar 2007
Sendiherrabústaðurinn fær umfjöllun í md moebel interior design
Þýska tímaritið md moebel interior design No.1/2007 birtir sex blaðsíðna umfjöllun um Sendiherrabústaðinn í Berlín
Desember 2006
Sendiherrabústaðurinn fær umfjöllun í Disenart Magazine
Spænska tímaritið Disenart Magazine No.13/2006 birtir sex blaðsíðna umfjöllun um Sendiherrabústaðinn í Berlín.
6.desember 2006
Formleg opnun nýrrar viðbyggingar við Laugarnesskóla.
Borgarstjórinn í Reykjavík Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson opnar nýja viðbyggingu við Laugarnesskóla, sem er vinningstillaga í boðskeppni árið 2003. Nánar...
28.október 2006
Hjördís & Dennis taka þátt í hönnunarmaraþoninu RJÓMI
Nemendur Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands bjóða 24 íslenskum hönnuðum að kynna verk sín í 10 mínútur á hönnunarmaraþoni í Listasafni Íslands.
Október 2006
Sendiherrabústaðurinn fær umfjöllun í Design from Scandinavia
Danska tímaritið Design from Scandinavia No. 22.2006 birtir tveggja opnu umfjöllun um Sendiherrabústaðinn í Berlín. Nánar...
27.mars 2006
Formleg opnun nýs sendiherrabústaðar í Berlín.
Utanríkisráðherra Geir H. Haarde opnar formlega nýja Sendiherrabústaðinn í Berlín, sem hlaut 1. verðlaun í opinni samkeppni árið 2003.
|